Ég heiti Nanna Elísa og ég er kvíðin. Þrátt fyrir að engin ástæða sé til finn ég oft fyrir þyngslum yfir brjóstinu sem að leiða stundum upp í kok. Þá á ég erfitt með andardrátt og finnst óþægilegt að vera í margmenni. Kvíði getur annars vegar skapast við sérstakar aðstæður og er þá kallaður ástandskvíði en stundum er hann langvarandi og tengist margvíslegum aðstæðum. Þessar upplýsingar sótti ég á Snöruna, eins vísindalegt og það nú er.

Ég hef alltaf verið kvíðin. Frá því að ég var lítil og fékk tómleikatilfinningu sem mér tókst ekki að útskýra og ef ég mæti óundirbúin í próf langar mig til þess að kasta upp. Þennan kvíða myndi ég setja undir hatt ástandskvíða en að undanförnu, síðan í byrjun sumars hef ég fundið fyrir langvarandi kvíða. En nú hef ég formlega ákveðið að segja þessum kvíða stríð á hendur. Ég hef enga ástæðu til þess að vera kvíðin. Ég viðurkenni það fúslega að ég hef mikið að gera, ég gegni mörgum skyldum og þetta haust verður annasamt hjá mér en ég er skipulögð og veit að ég get sinnt öllum mínum hugðarefnum jafnvel ef ég losna við þennan lamandi kvíða.
Þess vegna stofnaði ég þetta blogg. Það var mælt með því við mig að ég skyldi skrifa mig burt frá kvíðanum og því er þetta blogg fyrsta skrefið að kvíðalausu lífi. Ég ákvað að hafa það í bloggformi, þá er auðveldara að hafa yfirsýn yfir færslurnar auk þess sem áhugasamir lesendur geta fylgst með baráttu minni við kvíðann í mínu daglega amstri. Greinin When All That's Left Is Writing: Turning Anxiety Into Creativity endar á orðunum:
Og þar ætla ég að byrja!Moreover, when all that's left is writing...Writing's all that's left.So trust it. Trust yourself.And write.